Um Lukson

Lukson ehf. var stofnað á haustmánuðum 2017 með það markmið að geta afhent frábært raflagnaefni á góðu verði með lítilli fyrirhöfn fyrir viðskiptavini okkar.

Eftir áratuga reynslu á rafmagnsmarkaðnum fannst okkur vanta sérhæfða netverslun sem getur boðið flest sem rafvirkja þarfnast.

Við höfum tengslanet til stórra byrgja í Evrópu og í samvinnu með þeim getum við boðið flest sem þarfnast til íslenska rafvörumarkaðarins.

Okkar markmið er að bjóða góða vöru á samkeppnishæfu verði sem seldar eru í gegnum netverslun, rafbúnað til fagmanna og einstaklinga á íslenskum markaði.

 

SKILMÁLAR

Afhending: Ef varan er til á lager er afhendingartími 1-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntunin er afgreidd um leið og greiðsla hefur borist. Í kjölfarið færðu kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og þar með er kominn á samningur á milli þín og Lukson.is netverslun. Sé vara uppseld verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða full endurgreiðsla. Allar vörur erum við með á lager en ef vörur eru ekki til getur tekið 1-3 vikur að fá vörurnar. Vörur sem eru pantaðar eru heimsendar og sendar með Póstinum eða öðrum flutningsaðilum. Hægt er að óska eftir því að fá vöruna senda og er sendingarkostnaður þá reiknaður út frá gjaldaskrá flutningsaðila. 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Vörum er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreiðslu. Skilyrði er að varan sé óskemmd í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi. Enn fremur þurfa allir fylgihlutir og handbækur að fylgja með vöru. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Sé vara gölluð fæst henni skipt út fyrir nýja vöru.  

 

Greiðslur 

Í netverslun okkar bjóðum við upp á greiðslumöguleika með greiðslukortum.

Kreditkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplý­singar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan fest og heimild fengin fyrir upphæðinni.

Millifærsla: Ef óskað er eftir að greiða með millifærslu fær kaupandi sendan tölvupóst með greiðsluupplýsingum og tilvísunarnúmeri. Þegar Lukson ehf hefur móttekið greiðslu frá kaupanda fær kaupandi tilkynningu með tölvupósti. Ef Lukson ehf hefur ekki móttekið greiðslu innan þriggja daga falla kaupin sjálfkrafa niður. Finna má staðlaðar leiðbeiningar og uppsagnareyðublað á neytendasamningi í reglugerð nr. 435/2016

Vefsíðan okkar notar vafrakökur. Upplýsingar frá vafrakökum eru notaðar til að fylgjast með notkun vefsíðunnar og þannig bæta upplifun viðskiptavina okkar.

  

Persónuupplýsingar

Öll söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga þinna eru unnin í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Til að við getum uppfyllt þá þjónustu sem er í boði þegar verslað er í vefversluninni þá þurfum við að fá upplýsingar um nafn þitt, heimilisfang, netfang og símanúmer. Við vistum engar greiðsluupplýsingar aðrar en hvaða greiðslumiðil var notast við þegar greitt var fyrir pöntunina.Við deilum ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema til að uppfylla þá þjónustu sem þú hefur valið, t.d. til að uppfylla óskir um heimsendingarþjónustu. 

 

Persónuvernd

Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.

Verð 

Allar upplýsingar á vefnum eru birtar með fyrirvara um breytingar og/eða villur. Einstaka myndir gætu verið af sambærilegri vöru þegar rétt mynd er ekki fáanleg frá framleiðanda.Verð á vefnum er birt í íslenskum krónum og er virðisaukaskattur ekki innifalinn í verði. Verðbreytingar eru ekki auglýstar fyrirfram.

Lukson ehf
Sími 5513030

lukson@lukson.is

Kt. 5202181570

Vsk. nr. 134805